Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2008 08:20

Styrkur til Lífsbjargar

Finnur færir forsvarsmönnum Lífsbjargar gjöfina.
Finnur Gærdbo í Ólafsvík varð 70 ára í síðasta mánuði. Af því tilefni hélt hann vinum og kunningjum veislu og afþakkaði allar gjafir, en gestum var frjálst að styrkja björgunarsveitina Lífsbjörgu í Snæfellsbæ. Var svo björgunarsveitinni færður afraksturinn sem var upp á 125 þúsund krónur og tóku þeir félagar Davíð Óli Axelsson og Páll Stefánsson við gjöfinni úr hendi Finns. Sagði Davíð gjöfina koma sér vel og að fjármagnið verði nýtt í að kaupa nýtt og öflugt spil á björgunarsveitarbílinn.
Finnur sagði við það tilefni að gjöfin væri gefin til minningar um foreldra sína og tengdaforeldra. Annars vegar Maríu Gærdbo og Pétur Jacob Gærdbo og hinsvegar þau Ásthildi Guðmundsdóttur og Alfons Kristjánsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is