Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. júlí. 2008 04:10

Safnadagur á Hvanneyri

Þeir Herbert Baxter og Þorkell Fjeldsteð voru verðlaunaðir fyrir klæðaburð.
Safnadagur á Íslandi var á sunnudaginn. Þá gafst landsmönnum færi á að heimsækja söfn án endurgjalds og taka þátt í dagskrá sem gjarnan er í söfnum landsins í tengslum við daginn. Markmiðið með Safnadeginum er að vekja fólk til vitundar um mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar hinna sameiginlegu verðmæta þjóðarinnar, auk þess að vekja almenna athygli á söfnum landsins.

Safnadeginum í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri var fagnað með dagskrá sem samanstóð af náttúru- og sögugöngu um engjarnar, kynningu á sýningu um kartöfluna á Íslandi í tvær og hálfa öld auk skrúðaksturs Ferguson-manna um nágrennið. Að sögn Bjarna Guðmundssonar hjá Landbúnaðarsafninu var dagurinn vel hepnaður og fjöldi fólks mætti.

 

 

Bjarni sagði að gengið hefði verið um engjarnar og fólk orðið vott og svo hafi það komið til baka og verið við opnun sýningarinnar um kartöfluna í 250 ár. Að sögn Bjarna var sýningarsalurinn þéttskipaður við þetta tilefni „enda rekur svona veðurfar fólk inn í hús.”

 

Hinn árlegi Ferguson skrúðakstur fór fram undir dyggri stjórn Hauks Júlíussonar en sú leið sem var valin að þessu sinni var upp í átt að Skorradal, yfir Hestháls, farið á vaði yfir Grímsá neðan við Múlakot og síðan haft kaffistopp í Fossatúni. Þar voru svo veitt verðlaun fyrir besta klæðnaðinn, en mælst var til að skrúðakstursþátttakendur klæddust fötum sem hæfðu aldri þeirrar dráttarvélar sem ekið var. Það voru þeir Þorkell Fjeldsteð og Herbert Baxter sem þóttu bera af og voru þeim veitt verðlaun frá Ullarselinu á Hvanneyri. Þorkell vann keppnina einna helst vegna þess að hann klæddist sömu úlpunni og hann fór í að sækja traktorinn sinn fyrir um 40 árum.

 

Að kaffiveitingum loknum var svo ekið aftur að Hvanneyri eftir Borgarfjarðarbrautinni en þó með tilbrigðum því Ferguson-menn og -kona skelltu sér inn á gamla og á stundum torfæra hliðarvegi, þegar tækifæri gáfust. Suðvestan suddi var á þátttakendum allan tímann en þeir létu það ekki á sig fá, enda versnar fólk ekki alvarlega þótt það vökni. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is