Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2008 10:15

Ufsinn gefur sig til á nóttunni en karfinn á daginn

"Þetta er búið að vera ágætis nudd hjá okkur. Helsti vandinn er sá að þorskurinn er mjög víða og í fyrri nótt urðum við að hífa og flýja undan honum. Við erum núna í Víkurálnum og þar ber ekki eins mikið á þorskinum," sagði Gunnar Einarsson, skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarssyni AK fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu HB Granda.
Gunnar segir að um helgina hafi verið reynt við ufsa á Halanum og hafi veiðarnar gengið ágætlega þar til allt fylltist af þorski. Því var ekki um annað að ræða en hífa og flytja sig um set. Um sex til sjö aðrir togarar eru nú að veiðum í Víkurálnum og að sögn Gunnars veiðist ufsinn yfir nóttina á meðan karfi er uppistaða aflans á daginn.

 

 

"Það hefur verið frekar lítið um ufsa fyrir sunnan í sumar og aflinn er mun betri hér fyrir norðan. Við höfum verið að fá um 25 til 30 tonn á dag, ufsa og karfa, og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með það," segir Gunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is