Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2008 11:20

Veraldarvinir hjálpa til í Búðardal

Veraldarvinir í Búðardal.
Aðstandendur hátíðarinnar Heim í Búðardal fengu góða aðstoð við að undirbúa hátíðina frá „Veraldarvinum“ sem eru íslensk félagasamtök með alþjóðlegum tengslum. Þessi samtök eru  rekin án hagnaðarsjónarmiða og taka á móti ungmennum úr öllum heiminum er starfa í sjálfboðavinnu að ýmsum samfélagslegum verkefnum. Til Búðardals kom tíu manna hópur ungmenna, flest voru frá löndum Vestur-Evrópu, Spáni, Tékklandi, Bretlandi og Hollandi.

Veraldarvinir komu fyrir helgina í Búðardal frá Hafnarfirði og fóru til baka á sunnudagskvöld. Þeir voru að hjálpa til við ýmislegt sem snéri að hátíðinni og hitti blaðamaður Skessuhorns Veraldarvini á íþróttavellinum á laugardagsmorgun þar sem þeir voru að reisa tjald á fyrir íþóttahátíð barna sem fór fram á sunnudeginum. Helga Ágústsdóttir menningar- og ferðafulltrúi Dalabyggðar segist gjarnan hafa viljað nýta starfskrafta Veraldarvina meira, svo sem við merkingu gönguleiða en vonandi gefist tækifæri til þess síðar. Veraldarvinir hafa einmitt unnið talsvert að umhverfisverkefnum um allt land. Auk þess eru markmið samtakanna að stuðla að heilbrigðum lífsháttum. „Við nálgumst markmið okkar með alþjóðlegu samstarfi og sjálfboðaliðastarfi og skipulagningu umhverfis- og menningartengdra verkefna í samvinnu við sveitarfélög, fyrirtæki og frjáls félagasamtök,“ segir í tilkynning frá samtökunum hér á landi. Þar segir að Veraldarvinir séu harðduglegt fólk á aldrinum 20-30 ára. Sumarið 2007 komu hingað til lands 597 sjálfboðaliðar, 49 hópar sem dreifðust vítt og breitt um landið. Veraldarvinir hafa komið víða við í undirbúningi hátíða s.s. við Blómstrandi daga í Hveragerði, Ljósanótt í Reykjanesbæ, Menningarnótt í Reykjavík, Danska daga í Stykkishólmi, Síldarævintýri á Siglufirði, Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og Bindindismót í Galtalæk.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is