Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júlí. 2008 04:05

Bágborið ástand furu vegna tíðarfars

“Trjáglöggir” hafa orðið varir við bágborið ástand furu á suð- og vestanverðu landinu nú í vor. Skemmdirnar lýsa sér í rauðu og skemmdu barri þeim megin sem snýr mót suðri, eða hjá ungum trjám sem standa á berangri. Sumir hafa jafnvel óttast að þar væri á ferðinni einhverskonar trjásjúkdómur, en svo er ekki.

Að sögn Dr. Aðalsteins Sigurgeirssonar forstöðumanns rannsóknarmiðstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá er slæmt ástand furunnar tengt tíðarfari.

„Veðurfarið eftir áramótin, einkum í marsmánuði, skýrir líklega að mestu ljótleika furanna. Veðurfarið þá einkenndist af sólfari, frosti, þurranæðingi í norðanátt og saltákomu í suðvestanátt.” Saltrok og sólfar í frosti fer afar illa með fururnar sem hafa langar nálar sem út úr gufar um leið og umhverfishitinn fer yfir frostmark. Fururnar ná ekki að bæta upp þetta vökvatap vegna þess að jörð er frosin. Afleiðingar eru þessar rauðu nálar og slæmt útlit trjánna. Að sögn Aðalsteins er þetta ekki óvenjulegt hér á landi en hefur ekki verið algengt undanfarin ár, vegna hlýrri útmánaða.

 

Skemmdir á furunum eru varanlegar, en Aðalsteinn mælir með því að furueigendur líti á tré sem hafa skemmst núna um mitt sumarið og athugi með hvaða marki lifni út úr greinum og brumum trjánna. Þegar ljóst er að tiltekinn toppur eða grein mun ekki lifna og grænka, geta þeir klippt þá burt. Einnig er hætta á því að sum tré muni missa efri hluta krónunnar en mynda nýja toppa á næstu árum. Slík tré þarf að klippa til þess að fyrirbyggja að þau verði margstofna og kræklótt. Aðalsteinn segir að í fáum tilvikum muni tré drepast en slíkt eigi einna helst við um ung tré á berangri. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is