Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2008 07:35

Allt að átta yrðlingar í grenjum

Mikið er af ref í Borgarfirði og hafa 170 fullorðin dýr og yrðlingar verið drepin það sem af er sumri.
Mikið er af ref í Borgarfirði og hafa 170 fullorðin dýr og yrðlingar verið drepin á grenjum það sem af er sumri. Í vetrarveiði voru 180 refir skotnir frá áramótum fram á vor.

Sigurjón Jóhannsson á Valbjarnarvöllum, dreifbýlisfulltrúi Borgarbyggðar, segir að ný áætlun um refaveiðar verði gerð hjá sveitarfélaginu þegar grenjatímabilinu lýkur um næstu mánaðamót, en yfirlit um refa- og minkaveiði var lagt fyrir byggðarráð Borgarbyggðar fyrir stuttu „Þetta er svo miklu meira en verið hefur og kostnaðurinn í samræmi við það. Það virðist líka breyting á viðkomunni því nú eru að finnast 6-8 yrðlingar á greni en voru yfirleitt 4,” segir Sigurjón.

Ekki hefur hann einhlítar skýringar á því hvers vegna viðkoman er svona góð, aðrar en þær að tófan hljóti að hafa það gott um þessar mundir.

 

Nú er sveitarfélagið að greiða um 13.000 krónur fyrir skott af fullorðnu dýri og um 6.000 fyrir yrðlingaskottin. Ríkið tekur þátt í kostnaði og á að borga helminginn. Viðmiðunartölurnar hjá því eru hins vegar 7.000 krónur fyrir fullorðið dýr og 1.600 fyrir yrðling og helmingur greiddur af þeim upphæðum. Sveitarfélög eru því að greiða veiðimönnunum að mestu.

 

Sigurjón segir það álit flestra að ríkið eigi í það minnsta að borga það sem nemi virðisaukaskatti af veiðunum. „Greiðslur til veiðimanna eru verktakagreiðslur og því leggst 24,5% virðisaukaskattur ofan á þannig að flestum hefur fundist sanngjarnt að ríkið borgi að lágmarki til baka það sem það fær út úr þessu,” segir hann.

 

Lax á matseðlinum

Magnús Magnússon, grenjaskytta á Hamraendum í Stafholtstungum segir mjög mikið af ref núna og á nýjum stöðum. „Ég er búinn að ná yfir 40 dýrum núna í sumar og grenin eru á ótrúlegustu stöðum. Til dæmis náði ég tófu og yrðlingum í braki úr fjárhúsum sem rifin voru á Neðra-Nesi fyrir stuttu. Hún hafði búið um sig í timburbraki og grjóti úr fjárhúsunum stutt frá Þverá . Þar sá ég að lax hafði verið á matseðlinum en það hef ég ekki séð við greni áður. Líklega hefur tófan náð laxinum frá veiðibjöllu eða fundið hann dauðann við ána,” segir Magnús.

 

Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, segir fjárhagsáætlun gera ráð fyrir 9 milljónum króna til refa- og minkaveiða á þessu ári. Hann segir að árlega sendi sveitarfélagið frá sér gögn um veiðarnar til ríkisins en þar á bæ sé ákveðin upphæð ætluð í þetta á fjárlögum og þar við sitji. Nú sé fyrirsjáanlegur meiri kostnaður vegna refsins en hann segist ekki búast við að sveitarfélagið fái nema um þriðjung þess kostnaðar, sem áætlaður var, endurgreiddan, hvað þá ef upphæðin yrði hærri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is