Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. júlí. 2008 12:40

Ágæt viðkoma í arnarstofninum í ár

Unnið er að merkingum arnarunga þessa dagana.
Þessa dagana fara fram merkingar arnarunga og sýnataka úr heiðrum hafarnarins á meginvarpsvæði fuglsins við Breiðafjörð, þar sem tveir þriðju hluti stofnsins hefur varpstöðvar og búsetu. Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands er einn þeirra sem stunda rannsóknir og fylgjast með viðhaldi arnarstofnsins hér á landi og vinnur að merkingunum. Róbert segir ljóst að varpið hafi heppnast ágætlega í ár. Arnarstofninn hafi haldist vel við síðustu árin og til langs tíma verið í sókn. Talið er að 65 arnarpör séu í heildina í landinu og alls telji stofninn á bilinu 200 til 250 fugla.

Breiðafjörðurinn er talinn mikilvægasta uppeldisstöð hafarnarins hér á landi. Það gerir grunnsævið mikla í öllum innanverðum Breiðafirðinum sem auðveldar fuglinum fæðuöflun. Alls eru merktir 33 arnarungar í ár, bæði við Breiðafjörðinn og á varpstöðvum á Vestfjörðum. Eru þær framkvæmdar á vegum Náttúrufræðistofnunar af starfsmönnum náttúrustofanna á svæðunum og fuglaáhugamönnum í lok varptímans. Vegna þessa fæst undanþága en öll umferð almennings er bönnuð á varptíma og einungis má koma í 500 metra nálægð við þekkta varpstaði.

 

Róbert Arnar Stefánsson segir að við merkingarnar þurfi að beita lagni og sérstakri aðferð þar sem klær arnarins séu hvassar. Aðspurður hvort að fuglinn sé árásargjarn og foreldarnir reyni að verja hreiðrin, segir hann að þeim sé greinilega ekki sama, gargi mikið í kring en séu samt ekki í vígahug.

 

Þess má geta að haförninn er ekki mjög frjósamur fugl. Einungis eru eitt eða tvö egg í hreiðri. Fuglinn verður kynþroska um sex ára aldur og vegna þessa skiljanlegt að stofninn vaxi ekki hratt þrátt fyrir að reynt sé að vernda hann ágangi eftir föngum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is