Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2008 09:32

Tumi bóndi og leyndarmál branduglunnar

Branduglan situr hin spakasta á öxl Tuma eins og sjá má. Ljósm. reykholar.is.
Branduglan er meðal þeirra tæplega sextíu fuglategunda sem verpa í héruðunum við Breiðafjörð og í Breiðafjarðareyjum. Enda þótt hún sé styggur fugl að jafnaði er ekki að sjá að ungarnir hræðist „Tuma“, Tómas Sigurgeirsson, bónda á Reykhólum, heldur leyfa þeir honum að handfjatla sig að vild og sitja sallarólegir á öxlum hans. Branduglan verpir á hverju ári í nýju skógræktinni skammt frá bænum og segir Tumi að þetta séu góðir nágrannar. Ungarnir eru orðnir fleygir,  en fljótlega eftir að myndin var tekin af unganum sem situr á öxlinni á honum, flaug hann sína leið. Þessi ungi er einn þriggja sem komust á legg úr hreiðrinu að þessu sinni.

Frá þessu greinir fréttahaukurinn Hlynur Þór Magnússon á hinum skemmtilega vef Reykhólahrepps, sem Hlynur hefur tekið að sér að fóðra daglega á fréttum. Hann botnar fréttina með því að segja að fuglar sem sitji á öxlum manna hvísli jafnan leyndarmálum, hvort heldur það séu hrafnar, uglur, páfagaukar eða aðrar tegundir. Tumi vildi ekki ljóstra því upp því sem unginn hvíslaði að honum en segir að það muni koma fram seinna. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is