Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2008 12:30

Bændur í Kjós segja mikla flúormengun frá Grundartanga

Bændur í Kjósarhreppi eru óhressir yfir flúormengun frá álverinu á Grundartanga, hinum megin Hvalfjarðar. Sigurbjörn Hjaltason oddviti Kjósarhrepps segir að niðurstöður umhverfisskýrslu Norðuráls gefi tilefni til að ætla að eitthvað sé að í vinnsluferli verksmiðjunnar. Skýrslan sýni að losun flúors út í andrúmsloftið sé meiri tvö síðustu árin en starfsleyfi fyrirtækisins heimili. Sérstaklega á árinu 2006 þegar það var 0,7 og á síðasta ári var það einnig aðeins yfir heimildinni sem er 0,5. „Flúorgildi hefur verið að aukast í öllu hjá okkur,“ segir Sigurbjörn og bendir á að rannsóknir á kindahausum sýni að flúormagn sé komið upp að þeim mörkum að það geti reynst hættulegt.

Sigurbjörn hefur fjallað um meinta flúormengun á heimasíðu sveitarfélagsins. Greinilegt er að honum og forsvarsmönnum Norðuráls greinir á um hvað geti talist eðlilegt að tímabundið ástand vari lengi, en við slík skilyrði er heimilt að fara eilítið yfir leyfilega heimild til losunar. Norðurálsmenn segja misskilnings gæta í fréttaflutningi. Fyrirtækið noti hágæða hráefni í sína framleiðslu, þar á meðal rafskaut, og beiti bestu fáanlegu tækni. Í þeim rafskautum sem Norðurál notar sé enginn flúor.

 

„Allri losun og umhverfisáhrifum álversins eru sett ströng mörk í starfsleyfi frá Umhverfisstofnun. Losun flúors, sem annarra efna, hefur ávallt verið innan settra marka. Á árunum 2006 og 2007, þegar gangsetning kera vegna stækkunar álversins stóð yfir, jókst losun flúors um tíma eins og eðlilegt er við slíkar aðstæður. Þessi aukning hefur ekki verið umfram það sem við var búist og heimild var fyrir. Umhverfi álversins er vaktað ítarlega af óháðum sérfræðingum með rannsóknum á lofti, sjó, grunnvatni, gróðri, dýrum og fleiru. Vöktun fer fram á yfir 100 stöðum í Hvalfirði. Flúormagn í grasi utan þynningarsvæðis hefur ætíð verið undir viðmiðunarmörkum,“ segir meðal annars í tilkynningu frá Norðuráli. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is