Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2008 07:23

Hjólar um Ísland á yfirbyggðu reiðhjóli

Claas Nydas á farinu torkennilega á hæðinni við Fiskilæk.
„Þú ert sjálfsagt sá þúsundasti sem stoppar til að mynda mig,“ sagði hinn hollenski Claas Nydas. Á leið blaðamanns Skessuhorns um Vesturlandsveg sl. laugardagsmorgun mætti hann torkennilegu farartæki á hæðinni við Fiskilæk. Það var rétt eins og einhver fljúgandi furðuhlutur hefði lent á þjóðveginum, enda var farið flugvélamyndað að framanverðu.

Þarna reyndist vera á ferðinni 49 ára Hollendingur og farartækið var yfirbyggt reiðhjól. Claas þessi var búinn að vera viku á ferðalagi sem hófst á Seyðisfirði við komuna með Norrænu til landsins. „Ég ætla að fara hringinn og hef  fjórar vikur til viðbótar. Ég er ekkert að flýta mér. Það er meiningin að stoppa á Þingvöllum, við Skógarfoss, í Skaftafelli og víðar.“

Aðspurður sagðist Claas vera ráðgjafi fyrir heilbrigðisstofnanir í Hollandi og kannski myndi hann mæla með því að fólk hjólaði á þann máta sem hann væri að gera. „Ég elska að ferðast með mínum eigin aðferðum og er mikið fyrir að hreyfa mig,“ sagði Claas sem lét vel af sér. Hann sagði að veðrið væri búið að vera frábært þangað til í nótt þegar heldur kólnaði. Sá hollenski var farinn að skjálfa eilítið en við lokaspurningunni sígildu, „Há dú jú læk æsland?“ gaf hann svarið: „Hrein náttúra þýðir hreinn hugur. Það er toppurinn,“ sagði Claas og hélt áfram ferð sinni niður í Melasveitina. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is