Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2008 03:10

Sandari fer með stórt hlutverk í eistneskri kvikmynd

Kári Viðarsson leikur í nýrri mynd Dirks Hoyer.
“Ég var í leiklistarskóla í Eistlandi sem skiptinemi. Þá kom þýskur leikstjóri, Dirk Hoyer, að horfa á okkur á æfingu. Í framhaldinu bað hann mig um að vera með í þessari kvikmynd,” segir Kári Viðarsson leiklistarnemi og borinn og barnfæddur Sandari sem mun halda til Eistlands í ágúst. Þar mun hann leika eitt fjögurra aðalhlutverka í kvikmynd Dirks sem fjallar um samskipti fjögurra aðila. “Þetta verður mjög góð reynsla fyrir mig og ég hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun. Þetta er í fyrsta skipti sem ég leik í kvikmynd og fyrsta stóra verkefnið, þótt ég hafi nú búið til mínar eigin stuttmyndir,” segir Kári og hlær. “Ég leik mann, útlending í Eistlandi, sem er í sambandi við stelpu sem er eistnesk. Það má segja að myndin fjalli í hnotskurn um tvö sambönd og samskipti þeirra aðila sem í þeim eru.”

Nánar er rætt við Kára í nýjasta tölublaði Skessuhorns.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is