Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2008 08:25

Skírnir leysir af áfram í Saurbæ

Sr. Skírnir Garðarsson.
Nýlega var gengið frá því að séra Skírnir Garðarsson afleysingaprestur hjá þjóðkirkjunni gegni starfi sóknarprests við Hallgrímskirkju í Saurbæ til maíloka á næsta ári, í fjarveru séra Kristins Jens Sigurþórssonar sem er í námsleyfi í Bandaríkjunum. Ársleyfi séra Kristins átti að ljúka 1. ágúst nk. en hann óskaði eftir framlengingu leyfis til næsta vors.

Séra Skírnir sagðist í samtali við Skessuhorn vera ánægður að fá tækifæri til að starfa áfram meðal íbúa Hvalfjarðarsveitar, en hann hefur einnig leyst af um stundarsakir á Akranesi.

Húsnæðismál afleysingaprestsins í Saurbæ voru talsvert til umfjöllunar í Skessuhorni á liðnum vetri, þar sem mál æxluðust þannig að prestsetrið var ekki til reiðu. Hefur Skírnir lengst af starfstíma sínum frá áramótum dvalið í sumarbúastað að Hóli í Svínadal. Skírnir sagði að sér byðist skrifstofuaðstaða að Saurbæ, en að öðru leyti væru húsnæðismálin á umræðustigi og ekki ljóst hvernig þeim yrði háttað. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is