Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júlí. 2008 04:12

Ljósmyndasýning í íshúsi

Steingerður við eitt verka sinna.
Steingerður Jóhannsdóttir opnaði á laugardag ljósmyndasýningu í gamla íshúsinu í Krossavík við Hellissand. Íshús þetta hefur þá sérstöðu að því var aldrei breytt í frystihús eins og gert var við mörg gömlu íshúsin. Þar var beita og fiskur alltaf kældur með snjó og ís. Sýning Steingerðar var þó aðeins í íshúsinu þennan eina dag en var síðan færð í grunnskólann á Hellissandi.

Ljósmyndirnar eru allar teknar á Snæfellsnesi. Steingerður segist hafa haft Snæfellsjökul fyrir augunum áður fyrr því hún er fædd og uppalin í Litluhlíð á Barðaströnd og þaðan blasir Jökullinn við. Hún segist hafa fallið fyrir Hellissandi þegar hún og maður hennar Árni Emanúelsson festu kaup á Ártúni gömlu húsi þar  árið 1995. Þau hafa síðan eytt flestum sínum frístundum í að gera húsið upp.

Steingerður segir myndefni óþrjótandi þarna í nágrenninu og birtan sé svo breytileg. Hún segir þau hjónin ekki flutt alfarið á Hellissand. Þau búi í Hafnarfirði. Hins vegar hafi hún tekið sér langt frí í sumar og verði þann tíma á Hellissandi. „Ég hef haft óbilandi áhuga á ljósmyndun allt frá barnæsku og hef tekið ógrynni mynda. Þá framkallaði ég myndirnar líka sjálf. Ég er sjálfmenntuð í þessu og þetta er fyrst og fremst áhugamennska Ég hef lengst af starfað við kennslu og skrifstofustörf.”

Hún segir að sér hafi fundist íshúsið skemmtileg umgjörð en það sé hins vegar opið og því geti hún ekki verið með sýninguna þar nema standa yfir henni. Hún viðurkennir að hún sé svolítið veik fyrr þessu húsi og gæti þess vegna hugsað sér að eignast það. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is