Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. júlí. 2008 02:00

Styttist í fyrstu bjórflöskurnar

Ragnheiður Axelsdóttir og Gissur Tryggvason í gestamóttöku brugghússins.
Mjöður ehf. í Stykkishólmi er nú með fyrstu lögunina af bjór í tönkum sínum. Nú bíða eigendurnir eftir að átöppunarvélar verði settar upp en bjórinn, sem ber nafnið Jökull verður seldur í 33 sentilítra glerflöskum. Reiknað er með að fyrsta átöppunin verði í byrjun ágúst. Til að byrja með er ætlunin að brugga þessa einu tegund, mildan bjór.

Eigendur bjórverksmiðjunnar eru tvenn hjón, þau Gissur Tryggvason, Ragnheiður Axelsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Soffía Axelsdóttir. Þau festu kaup á fiskvinnsluhúsi sem búið er að gjörbreyta og hafa þau unnið alla þá vinnu sjálf. Þegar komið er inn í húsið er gestamóttaka með bar en eigendurnir segjast ætla að bjóða ferðafólk velkomið og þegar eru hópar væntanlegir. Þau segja Stykkishólm orðinn það mikinn ferðamannabæ að sjálfsagt sé að ferðatengja framleiðsluna.

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni fengu eigendurnir húsið að Hamraendum afhent í desember í fyrra og síðan þá hefur látlaust verið unnið að breytingum og er kostnaðurinn orðinn um 100 milljónir. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 800 þúsund lítrar á ári en Gissur, sem er framkvæmdastjóri, segist reikna með að um 300 þúsund lítrar verði framleiddir á ári. Þau Gissur og Ragnheiður eru bjartsýn og segja sérstöðu þessa bjórs á markaði hið frábæra vatn sem notað er í hann. Þau segjast að sjálfsögðu ekki geta auglýst framleiðsluna og í byrjun ekki komast að nema í tveimur vínbúðum. Aðrar vínbúðir geti hins vegar pantað Jökuls bjórinn hjá ÁTVR og þau vonast til að hann verði fáanlegur á sem flestum stöðum á Vesturlandi.

Flöskurnar eru þegar komnar á staðinn og búið að hanna og prenta miða á þær. Gissur reiknar með í framtíðinni verði 5 til 7 störf í verksmiðjunni.

 

Aðeins er eitt ár frá því hugmyndin að stofnun bjórverksmiðju kviknaði hjá fjórmenningunum og eftir að hafa farið á bjórsýningu í Þýskalandi síðasta haust var henni endanlega hrundið af stað. Þá sömdu þau við þýskt fyrirtæki um ráðgjöf og aðstoð við uppsetningu tækja og kennslu á þau. Hlutirnir hafa því gerst hratt hjá eigendum Mjaðar ehf. „Það má segja að þetta hafi verið stundarbrjálæði, sem varð að veruleika,” segir Gissur Tryggvason.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is