Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. júlí. 2008 04:10

Teppa á fjármálamörkuðum tefur hótelbyggingu á Akranesi

Ljósm. Friðþjófur Helgason.
Fyrirsjáanlegt er að bygging nýs hótels á Akranesi frestist eitthvað, en eigendur hlutafélagsins Langasands ehf. sem koma til með að standa að byggingu hótelsins, höfðu sett stefnuna á að byrja framkvæmdir um þetta leyti. Guðmundur Egill Ragnarsson einn þremenninganna í Langasandi segir að eins og staðan sé á fjármálamörkuðum væri nánast ómögulegt að fjármagna byggingu hótelsins, auk þess sem lántaka á þessum tímapunkti sé mjög dýr og óhagkvæm. Beðið sé eftir að staðan lagist og því ómögulegt að setja til um hvenær byrjað verði á hótelinu. Þeir félagar Guðmundur Egill, Ragnar Már Ragnarsson og Guðjón Theódórsson halda samt sínu striki með áform um hótelbyggingu.

Hönnun hótelsins sem rísa á við Garðalund er komin vel á veg, en fullnaðarhönnun er ekki lokið. Til dæmis á eftir að velja efni í ytra byrði hótelbyggingarinnar. Gert er ráð fyrir 65 tveggja manna herbergjum og að hótelið verði í klassanum þrjár stjörnur plús. Bygging hótelsins kemur að sögn Guðmundar Egils til með að kosta að minnsta kosti hálfan milljarð króna.

Langisandur hefur fengið lóð fyrir hótelið eins og áður segir við Garðalund, meðfram fyrstu braut golfvallarins. Með tilkomu hótelsins verður golfvellinum snúið þannig að fyrsta brautin yrði sú átjánda. Það er til þess að hótelgestir geti fylgst með úrslitum golfmóta frá hótelinu. Staðsetningin er sniðin að því að hótelið verði mjög ákjósanlegur kostur fyrir golfáhugafólk, enda Garðavöllur talinn einn besti golfvöllur landsins. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is