Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2008 12:44

Einar Hjörleifsson leikmaður 12. umferðar

Einar hefur farið á kostum í markinu í sumar.
Ljósm. Alfons.
Einar Hjörleifsson markvörður og fyrirliði Víkings í Ólafsvík var valinn leikmaður 12. umferðar sem fram fór á fimmtudaginn í síðustu viku.

Víkingur hefur fengið fjórar vítaspyrnur á sig í sumar en Einar hefur varið þær allar, síðast í leiknum á móti Haukum. “Það er ekki hægt að skora úr víti hjá mér," segir Einar og skellihlær. En skyldi hann gera eitthvað sérstakt í vítaspyrnunum? “Ég hugsa sem minnst og reyni að bíða. Maður er búinn að vera heppinn fjórum sinnum í sumar og það er ágætt en við verðum að hætta að fá á okkur þessi víti. Fjögur víti á einu tímabili er alltof mikið,” segir Einar.

Eftir tólf umferðir er Víkingur með sextán stig í sjötta sæti deildarinnar. Einar segist vera sáttur að mörgu leyti. “Heimavöllurinn er búinn að vera sterkur og liðið er búið að vera að slípast saman hægt og rólega. Auðvitað vill maður spila sambafótbolta í hverjum einasta leik en fótboltinn býður ekki upp á það,” segir Einar sem er ekki í vafa um að liðið sé betra en í fyrra. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is