Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. júlí. 2008 02:30

Sjóminjasafnið á Hellissandi stækkar óðum

Nýja skemman er hin glæsilegasta.

Í nóvember á síðasta ári var hafin vinna við byggingu nýrrar skemmu við Sjóminjasafnið á Hellissandi. Síðastliðinn föstudag var þeim áfanga náð að lokið var við að reisa sperrur og þakgrind hússins. Af því tilefni var boðið til reisugildis. Margir gestir létu sjá sig og þáðu veitingar.

Skemmunni er ætlað að vera sýningar- og geymslustaður fyrir áttæringana sem Sjóminjasafnið varðveitir, þá Blika og Ólaf Skagfjörð. Blikinn er elsta, íslenska fiskveiðiskipið sem varðveitt er en hann var smíðaður í Akureyjum í Breiðafirði árið 1826.

Á undanförnum tveimur árum hafa verið gerðar endurbætur á umhverfi og húsum Sjóminjasafnsins. Aðgengi að safninu hefur verið bætt og munir þess skráðir og merktir á íslensku og ensku. Safnið nýtur meðal annars fjárhagslegs stuðnings frá þjóðhátíðarsjóði, Snæfellsbæ og ríkissjóði.

Í tilefni af áfanganum á föstudag færðu hjónin Baldur Kristinsson og Elísabet Jensdóttir safninu peningagjöf til minningar um afa Baldurs sem var formaður á Ólafi og eigandi skipsins síðustu árin sem því var siglt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is