Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júlí. 2008 08:23

Bifrestingar héldu upp á 90 ára afmæli skólans

Síðastliðinn föstudag var haldin fjölskyldu- og menningarhátíð í háskólaþorpinu á Bifröst í tilefni af 90 ára afmæli skólans. Dagurinn þótti afar vel heppnaður enda skartaði Bifröst sínu fegursta í glaðasólskini.

Dagskrárliðir voru af öllum stærðum og gerðum. Markaður var á háskólatorginu, börnum var boðið á hestbak, skipulagðar gönguferðir voru um svæðið, leikfélag Stafholtstungna kom fram, sett var upp sögusýning um skólahald á Bifröst og nemendur í meistaranámi í menningarstjórnun buðu upp á gjörning sem fólst í því að gestum og gangandi voru boðnar flatkökur með hangikjöti, kaffisopi og spjall um veðrið. Söngatriði af ýmsum toga voru í boði og meðal þeirra var frumflutningur Voces Masculorum á Bifrastarlagi eftir Jóhann G. Jóhannsson og Jónas Friðriks. Auk þessa settu þjóðlegir Bifrestingar mikinn svip á svæðið, klæddir í búninga í takt við aldur skólans.

Skipuleggjandi hátíðarinnar var Edda Björgvinsdóttir leikkona og meistaranemi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Ágúst Einarsson rektor lét þess getið í ræðu sinni að honum hefði verið falið það eitt að sjá um veðrið. Ekki var annað að sjá en að þau hefðu bæði leyst verkefni sín með miklum sóma. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is