Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2008 10:35

Endurbótum lokið á klukkuturninum í Görðum

Turninn er eins og nýr eftir viðgerðirnar.
Viðgerðum sem staðið hefur yfir á klukkuturninum í Görðum á Akranesi er nú lokið. Turninn var byggður á sínum tíma í áætluðu kórstæði Garðakirkju til minningar um fornt kirkjuhald þar. Turninn var teiknaður af séra Jóni M. Guðjónssyni en þær teikningar svo útfærðar af Jóhanni B. Guðnasyni þáverandi byggingarfulltrúa.

Þann 12. júlí síðastliðinn var 50 ára vígsluafmæli turnsins en hann var byggður árið 1955-1956 og vígður af þáverandi biskupi Íslands, dr. Ásmundi Guðmundssyni, árið 1958.

Heildarkostnaður við viðgerðir á turninum er um það bil 6 milljónir króna en þeim kostnaði deildu Kirkjugarðar Akraness og Akraneskaupstaður bróðurlega á milli sín.

Indriði Valdimarsson hjá Kirkjugörðum Akraness segir að turninn hafi nánast ekki fengið neitt viðhald á þeim 50 árum sem liðin eru frá byggingu hans. Það hafi því verið ákveðið í hitteðfyrra að koma turninum í sitt fyrra form. Indriði segir hinsvegar að ástandið á vinnumarkaði hafi verið þannig í fyrra að enginn fékkst í þetta verkefni. Það tókst þó í ár og afraksturinn má sjá á meðfylgjandi myndum. Það var Guðni Örn Jónsson hjá Línuhönnun hf. sem hafði yfirumsjón með verkinu. Indriði segir að það sé almennur vilji fólks að halda klukkuturninum við enda sé hann í raun eins og hvert annað útilistaverk á Akranesi. Hann segir að innan Akraneskaupstaðar hafi líka verið velvilji og þeir hafi strax fallist á að aðstoða við fjármögnun verkefnisins. Klukkum turnsins var áður fyrr hringt við jarðarfarir í kirkjugarðinum, en eftir að innkeyrslu var breytt þjónar það litlum tilgangi þar sem ekki heyrist í þeim við nýja sálnahliðið í garðinum. Klukkunum hefur því ekki verið hringt í jarðarförum frá því að innkeyrslunni var breytt.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var turninn orðinn nokkuð illa farinn og því þörf á endurbótum. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is