Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júlí. 2008 12:15

Fullt hús af fötum og húsgögnum fyrir flóttamennina

Húsnæðið við Vallholt er nærri orðið fullt.
“Viðbrögð Skagamanna og annarra landsmanna hafa verið frábær,” segir Gerða Bjarnadóttir skrifstofustjóri hjá Akranesdeild Rauða kross Íslands en deildin hefur undanfarið staðið fyrir móttöku á húsgögnum, húsbúnaði og fötum fyrir palestínsku flóttamennina sem væntanlegir eru til Akraness í haust. Móttakan var upphaflega eingöngu í Vallholti 1 á Akranesi þar sem bifreiðaskoðun Frumherja var áður til húsa. Nú hefur hinsvegar þurft að bæta öðru húsnæði við sökum þess hversu góðar viðtökur verkefnið hefur fengið. “Húsnæðið við Vallholt er næstum orðið fullt en Arnbjörg skólastjóri í Brekkubæjarskóla var svo almennileg að lána okkur aðstöðu unglinga í skólanum til að við gætum haldið áfram að safna,” segir Gerða.

Þegar blaðamaður lítur við á Vallholtinu má sjá allrahandanna húsgögn, mottur, lampa, fatnað, diska og ýmislegt fleira. Gerða segir að margir hafi lagt til afar fallega muni og að fatnaðurinn sé í sumum tilfellum jafnvel ennþá með verðmiðanum á. Hún segir að það séu ekki eingöngu Skagamenn sem hafi lagt hönd á plóginn. “Hingað kom maður frá Hveragerði með sófasett, við höfum fengið sendingar frá Snæfellsnesi, Borgarfirði, Reykjavík, Hvalfjarðarsveit og fleiri stöðum fyrir utan Akranes. Svo má ekki gleyma að minnast á sjálfboðaliðana okkar sem hafa staðið sig frábærlega,” segir Gerða en um 20 manns hafa boðið fram starfskrafta sína og unnið í sjálfboðavinnu við móttökuna undanfarið.

Móttakan er opin á mánudögum og fimmtudögum milli kl. 18 og 21.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is