Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2008 07:28

Eigandi Bjargs ósáttur við ríkisstyrkta samkeppni frá Leifsbúð

Búðardalur. Ljósm. Mats.
Eigendur veitinga- og gistiheimilisins Bjargs í Búðardal eru ósáttir við að nú er búið að koma upp öðrum veitingastað í bænum styrktum af bæði ríki og bæ, það er í Leifsbúð sem opnuð var formlega á bæjarhátíðinni Heim í Búðardal. Vilhjálmur Ástráðsson sem staðið hefur fyrir rekstri Bjargs í 12 ár, segir að um óeðlilega samkeppni sé að ræða og kornið hafi fyllt mælinn þegar þeim var meinað að fara með pylsuvagn inn á aðalhátíðarsvæðið og standa fyrir veitingasölu þar af ótta aðstandenda Leifsbúðar við að veitingasala þar myndi skaðast.

Vilhjálmur segir að þeir á Bjargi hafi verið hvattir til að auka þjónustuna frekar en hitt fyrir bæjarhátíðina og ekki hefði verið vitað annað en í Leifsbúð yrði einungis rekið kaffihús með smáveitingum fyrir gesti safnsins. Nú sé það hinsvegar komið út í það að húsið sé með vínveitingar og selji mat bæði í hádeginu og á kvöldin, og ekki einungis fyrir gesti setursins eða safnsins, heldur fólkið af götunni.

 

Gunnólfur Lárusson fyrrverandi sveitarstjóri Dalabyggðar segir að það hafi lengi staðið til að veitingarekstur yrði í Leifsbúð og það þyrfti engum að koma á óvart. Auglýst hafi verið eftir rekstraraðila fyrir um þremur mánuðum og öllum staðið það til boða, einnig þeim á Bjargi. Gunnólfur sagði að í sjálfu sér hafi ekki verið fullmótað hversu umfangsmikil veitingasalan yrði, það réðist af vilja rekstraraðilans, en öll tilskilin leyfi hafi fengist fyrir rekstrinum.

 

„Þegar rætt var við mig var bara áformað að vera með kaffisölu í Leifsbúð í tengslum við safnið en ekki fullbúna veitingasölu eins og er í dag. Þessi rekstur er í beinni samkeppni við okkur og það er sérkennilegt að ríki og bær séu að styðja þennan rekstur sem er að fleyta rjómann yfir háferðamannatímann, í samkeppni við okkur sem í rúm tíu ár höfum af eigin rammleik verið að halda uppi starfsemi allt árið. Þetta kemur til með að kippa algjörlega fótunum undan okkur. Mér finnst þetta ekki sanngjörn og eðlileg samkeppni,“ segir Vilhjálmur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is