Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2008 08:30

Ellefu ára og selur olíumálverk af Snæfellsjökli

Brimrún Birta.
Brimrún Birta er aðeins 11 ára gömul en er þegar farin að geta sér gott orð sem listakona. Hún sérhæfir sig í að mála litlar myndir af Snæfellsjökli með olíulitum og selur þær á kaffihúsinu Gamla Rifi. Kaffihúsið er í eigu móður Brimrúnar Birtu. “Mér finnst mjög gaman að mála en hef aldrei verið að selja myndir áður,” segir Brimrún í samtali við Skessuhorn. “Ég byrjaði á þessu þegar ég var nýbúin í listasmiðju hjá Snæfellsbæ þar sem við lærðum að mála á striga. Mamma hengdi myndir upp á kaffihúsinu og þá vildi einn maður frá Svíþjóð kaupa mynd eftir mig. Þá byrjaði ég að mála meira heldur en áður.”

Brimrún hefur ekki tölu á þeim myndum sem hún er búin að selja. “Ég er búin að selja eitthvað nokkrar en veit samt ekki alveg hvað þær eru margar.” Hún segir að ferðamenn séu helstu viðskiptavinirnir. “Líka Sandarar og margir Svíar. Þeim finnst þetta eitthvað flott.” Brimrún verður seint sökuð um okur því stykkjaverð á málverkunum er aðeins 1.000 krónur. Það nægir henni fyrir nýjum striga og málningu.

 

Hún segir Snæfellsjökul hafa orðið fyrir valinu vegna þess hversu hrifin hún er af honum. “Mér finnst líka bara mjög gaman að mála hann,” segir hún en er ekki viss um hvort hún ætli sér að verða listakona þegar fram líða stundir. “Það fer bara eftir því hvort ég verð dugleg að mála! Ég er nýbúin að kaupa striga í Reykjavík þannig að ég byrja örugglega að mála aftur þegar ég kem heim.”

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is