Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2008 04:02

Fengu væna hámeri í grásleppunetin

Feðgarnir með hámerina.
Magnús Sigurgeirsson á Reykhólum og Sigmundur sonur hans fóru að vitja um grásleppunet sín við Sölvaboða fáeinar mílur vestur af Reykhólahöfn síðastliðinn miðvikudag. Þar beið þeirra heldur óvæntur fundur því hámeri hafði flækt sig í netin og komu þeir feðgar með hana til hafnar á síðunni á bátnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Reykhólahrepps.

Þegar í land var komið hafði Magnús samband við Hildibrand hákarlaverkanda í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi sem vildi ólmur fá hámerina í kæsingu. Fiskurinn er rúmir tveir metrar á lengd en hámerar geta orðið allmiklu stærri.

 

Tegundir hákarla og annarra háfiska eru nánast óteljandi en hámerin mun vera talsvert í ætt við hvíta hákarlinn fræga. Hún er spretthörð og þekkt fyrir að elta vöður af síld og öðrum smáfiski. Ekki mun hámeri vera mjög algeng hér við land en iðulega bregður hún sér þó inn á Breiðafjörðinn. Hún mun lítt hafa verið höfð til matar hérlendis en sagt er að Ítalir matreiði hana af snilld.

 

Fleiri myndir er að finna á reykholar.is.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is