Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. júlí. 2008 04:15

Met holl í Gljúfurá

Veiðimennirnir með aflann.
Veiðimenn sem voru að ljúka veiði í Gljúfurá í Borgarfirði í dag veiddu 45 laxa. Samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Halli Jónssyni formanni árnefndar Gljúfurár muna menn ekki eftir svona mikilli veiði í einu holli, alla vega síðustu 25 ár, en hvert holl er tvo daga við veiði.

Veiðimennirnir sem slógu metið kalla sig ýmist heilbrigðis- eða piparsveinahollið en þeir eru allir starfandi í heilbrigðisgeiranum. Þeir komu fyrst til veiða í Gljúfurá árið 1982 og hafa tekið samtalst 6 ár í hvíld frá ánni og því veitt í Gljúfurá í 20 ár. Árni Þórðarson varð fyrir svörum blaðamanns þegar mætt var við veiðihúsið í Gljúfurá þar sem meirihluta aflans hafði verið raðað á hlaðið.

„Við höfum oft farið heim með einn fisk, stundum engan og líklega höfum við mest fengið 13 laxa þar til nú. Ég held að áin sé bara að launa okkur tryggðina með því að gefa okkur svona ríkulega í þetta sinn. Oft höfum við ætlað að taka okkur hvíld frá ánni en alltaf höfum við komið aftur og nú er ekki spurning að við komum næsta sumar. Meira að segja tóku sumir okkar sér frí frá sérfræðinámi í útlöndum til að koma heim og veiða í Gljúfurá,“ segir Árni Þórðarson sem segist sjálfskipaður formaður í piparsveinahollinu. Aðrir í hinu fengsæla gengi eru Björn Þórhallsson, Jón Þórðarsson, Sigfús Haraldsson, Guðmundur Björnsson og Ásmundur Jónasson. Þeir félagar höfðu á orði þegar þeir tóku til við að moka laxinum í svarta ruslapoka að greinilegt væri að næsta verkefni veiðiréttareigenda við Gljúfurá væri að kaupa stærri frystikistu.

Stefán Hallur Jónsson er formaður árnefndar Gljúfurár. Hann segir ána vera afar góða sem stendur, nóg vatn og hitastigið fínt til veiða. „Þeir veiðimenn sem eru að mæta í ána eiga von á skemmtilegum dögum, á því leikur enginn vafi.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is