Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2008 10:12

Þurftu að hætta söfnun fyrir flóttamennina

Söfnunin hefur fengið viðbrögð framar öllum vonum.
Sjálfboðaliðar á vegum Akranesdeildar Rauða kross Íslands hafa undanfarna mánudaga og fimmtudaga tekið á móti húsgögnum, fatnaði og húsbúnaði fyrir flóttamennina sem væntanlegir eru til Akraness í haust. Skemmst er frá því að segja að viðtökurnar voru þvílíkar að söfnuninni hefur nú verið hætt, töluvert á undan áætlun.

Eins og fram kom í Skessuhorni í vikunni þurfti fljótlega að finna nýtt húsnæði í viðbót við það sem Akranesdeildin hafði á Vallholti, þar sem Frumherji var áður til húsa. Því hefur einnig verið tekið á móti húsgögnum í Brekkubæjarskóla. “Viðbrögð Skagamanna og annarra landsmanna hafa verið frábær,” sagði Gerða Bjarnadóttir skrifstofustjóri Akranesdeildar RKÍ í samtali við blaðið.

 

 

Fólk streymdi að með húsgögn og fatnað í gær líkt og fyrri dagana og báðar geymslurnar eru orðnar smekkfullar. Næsta skref er að flytja inn í íbúðirnar sem hafa verið útvegaðar fyrir fólkið. Þá kemur betur í ljós hvort enn vantar ákveðin húsgögn og verður þá sérstaklega auglýst eftir þeim.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is