Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2008 11:05

Strætó með opnar dyr í gegnum Hvalfjarðargöng

Hvalfjarðargöng.
Hurðabúnaður stóð á sér í ferð strætisvagns Strætó bs sem var á leið frá Akranesi til Reykjavíkur á miðvikudag í liðinni viku. Vagninum var því ekið með galopnar dyr frá Akranesi í gegnum Hvalfjarðargöngin og inn á Kjalarnes. Samkvæmt lýsingu Theódóru Theódórsdóttur sem var farþegi í vagninum tókst bílstjóranum ekki að loka afturhurð vagnsins eftir að kona með barnavagn kom inn í hann við biðskýli á Garðabraut á Akranesi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst bílstjóranum ekki að loka hurðinni og ók hann með vagninn í gegnum göngin. „Síðan komu upp viðvörunarljós í vagninum og þurfti bílstjórinn að drepa á honum. Vagninn fór svo á gönguhraða upp úr göngunum hinum megin, en þegar komið var að biðskýlinu á Kjalarnesinu tókst vagnstjóranum að loka hurðinni,“ segir Theódóra, en í þessari ferð fengu farþegarnir að kynnast menguninni í göngunum. „Dóttir mín er með astma og var að drepast alla leiðina. Auk þess hafði hún miklar áhyggjur af ungbarni sem var með í för,” sagði Sonja Pétursdóttir íbúi á Akranesi, sem hafði samband við Skessuhorn.

 

Hjá Strætó bs varð Hörður Gíslason aðstoðarframkvæmdastjóri fyrir svörum. Hörður grennslaðist fyrir hjá bílstjórum um þetta tilvik, en enginn þeirra kannaðist við það enda hefði enginn bíll komið inn á verkstæði vegna bilunar í hurðarbúnaði. Hörður sagði sérkennilegt að bílstjóra ræki ekki minni til þess ef atvikið hefði átt sér stað síðastliðinn miðvikudag. Hans hafi verið að meta aðstæður og kalla þá til annan bíl. Hinsvegar væri vitað til þess að afturhleri hafi opnast og verið opinn í smátíma í ferð á föstudag eða sunnudag.

 

Þrátt fyrir að margir íbúar á Akranesi nýti sér strætisvagnaferðirnar og fagni þessum ódýra ferðamáta, ber á kvörtunum frá fólki sem hefur út á þjónustu strætó að setja. Það segir talsvert um bilanatíðni í vögnum og að ferðir falli niður af þeim sökum. Sonja Pétursdóttir segir að dóttir sín hafi notað strætó daglega um langt skeið. „Frá því í haust hafa komið upp 7-8 tilfelli þar sem ég hef þurft að skutla henni bæði í skóla og vinnu þegar ferðir hafa fallið niður vegna þess að vagninn er bilaður,” segir Sonja.

 

Hörður Gíslason aðstoðarframkvæmdastjóri Strætó bs segir lítið um að kvartanir berist vegna þjónustunnar á Akranesi, almennt sé mikil ánægja með hana. Aðspurður sagði Hörður að alls ekki væri litið á Akranes sem útnára í leiðakerfinu, þrátt fyrir að ennþá væri um tilraunaverkefni að ræða sem fært yrði út með haustinu þegar Borgarnes bættist við. Hann segir þjónustuna á Akranesleiðinni hafa vaxið hratt og farið frá því að vera einn lítill bíll upp í það að vera á þriðja bíl. „Þrátt fyrir að þetta sé tilraunaleið keyptum við nýjan bíl og við erum með tvo ágæta bíla á leiðinni. Varabílar geta verið misjafnir og það getur alltaf komið fyrir að bílar bili. Þá er erfiðara að bjarga málum þegar þeir eru langt út frá miðjunni. Bílstjórarnir reyna þá stundum að bjarga málum frekar en að láta farþega verða fyrir töfum.“ Hörður segir að fyrir dyrum standi útboð á nýjum bílum til Strætó bs og stefnt sé að því að vera með nýja eða nýlega bíla á öllum leiðum þegar líður á næsta ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is