Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2008 08:25

Hækkun á álverði hækki laun

Norðurál.
Eins og fram hefur komið í fréttum þá er álverð í sögulegu hámarki um þessar mundir. Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness er líkum leitt að því að þetta háa álverð muni auðvelda kjarasamningagerð við álfyrirtækin þar sem álverð hefur hækkað um rúm 80% frá því að gengið var frá síðasta kjarasamningi við Norðurál árið 2005. Hins vegar hafa laun hjá Norðuráli hækkað á sama tímabili um 43,9%.

Vilhjálmur Birgisson, formaður félagsins, segir að þetta jákvæða umhverfi í áliðnaði verði skýlaust notað við gerð næsta samnings enda segir hann að Íslendingar eigi að gera þá kröfu að þau stóriðjufyrirtæki sem fá hér ódýra raforku, land og þann mannauð sem Íslendingar búa yfir, greiði sem hæst laun. Á heimasíðu VLFA segir ennfremur að launamunur sé milli álfyrirtækjanna Alcan og Norðuráls en að stefnt sé að því að sá launamunur verði úr sögunni eftir að næstu samningar verði gerðir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is