Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2008 03:02

Konur í íslenskum búningum fjölmenntu í Norska húsið

Hér má sjá yngstu gestina í 20. aldar upphlut, í faldbúningi með skarðhúfu og í 19. aldar upphlut.
Síðastliðinn laugardag var svokallaður búningadagur haldinn í Norska húsinu í Stykkishólmi. Þetta er í fjórða skipti sem dagurinn er haldinn og er hann smám saman að festa sig í sessi og verða að hefð í Hólminum. Á búningadegi er þeim sem mæta í heimsókn í Norska húsið í íslenskum þjóðbúningi boðið í kaffiboð í uppsettu heimili Árna og Önnu Thorlacius sem létu byggja Norska húsið árið 1832. Að sögn Aldísar Sigurðardóttur forstöðumanns hússins mættu 24 prúðbúnar konur á öllum aldri í kaffiboðið, sú yngsta 5 ára og sú elsta 91 árs.

Búningarnir voru einnig af öllum gerðum. Skautbúningar, faldbúningar (eldri og yngri gerð), peysuföt (19. og 20. aldar) og upphlutir (19. og 20. aldar). Auk þess sýndi safnið við þetta tækifæri tvo kyrtilbúninga kvenfélagsins Hringsins í Stykkishólmi en þeir hafa verið notaðir af fjallkonunni á 17. júní. Eldri búningurinn var saumaður árið 1974 af Bergþóru Þorgeirsdóttur en sá sem nú er notaður var saumaður árið 2003 af Ingibjörgu Ágústsdóttur.

 

Að frátöldum “búningakonunum” komu á þriðja hundrað gestir í Norska húsið á laugardaginn til að líta þessar glæsilegu konur augum og fræðast um íslenska þjóðbúninga, búningasaum og annað sem viðkemur íslenskum þjóðbúningum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is