Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. júlí. 2008 12:10

Ný vefsíða úr fórum Haraldarhúss

Friðþjófur Helgason, Haraldur Sturlaugsson og Björn Ingi Finsen. Fyrir framan er Ingibjörg Pálmadóttir að opna vefsíðuna.
„Sumir gefa út bók en ég ákvað að fara þessa leið. Með því að opna vefsíðu þá er alltaf hægt að bæta við,” segir Haraldur Sturlaugsson á Akranesi en hann hefur nú opnað vefsíðuna www.haraldarhus.is. Þar er rakin saga útgerðar afa hans Haraldar Böðvarssonar frá því hann hóf útgerð árið 1906 ásamt mjög mörgu öðru.

Á síðunni eru nú þegar 1.300 myndir úr útgerðar- og fiskvinnslusögu Akraness. Fjöldi fólks er á þessum myndum og textinn sem fylgir er hátt í 400 síður. Haraldur hefur ásamt Birni Inga Finsen og Friðþjófi Helgasyni unnið að gerð þessarar síðu með hléum í tvö ár eða allt frá því hann stóð fyrir sögusýningu í Haraldarhúsi árið 2006 í tilefni af 100 ára útgerðarsögu Haraldar Böðvarssonar. „Við erum rétt að byrja og eigum eftir að bæta miklu við. Nýlega fann ég bókhaldið frá fyrstu dögum útgerðar afa og mynd af fyrstu bókhaldssíðunni er á vefsíðunni,” segir Haraldur.

 

Á sýninguna fyrir tveimur árum komu um 5.000 manns og Haraldur segir marga hafa sagt við sig þá að nú væru þeir búnir að sjá myndirnar en kæmu seinna að lesa textann. Nú er Haraldarhús aftur orðið að heimili en myndirnar og textarnir komnir á vefinn. Auk útgerðar- og fiskvinnslusögu Haraldar Böðvarssonar er margt annað að finna á vefsíðunni. Myndir sem tengjast fjölskyldunni, knattspyrnunni á Akranesi þar sem Haraldur Sturlaugsson og síðar synir hans voru leikmenn um árabil. Þá má finna sérstaka síðu um stjórnmálaþátttöku Ingibjargar Pálmadóttur konu Haraldar, allt frá því hún sat í bæjarstjórn Akraness og til þess tíma er hún var heilbrigðisráðherra. Síðan er hafsjór af fróðleik. Nánar verður sagt frá síðunni www.haraldarhus.is í næsta blaði Skessuhorns.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is