Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. júlí. 2008 03:02

Vilja meiri peninga fyrir Þjóðbrautina

Fyrir síðasta fundi bæjarráðs Akraness lá erindi frá Þrótti ehf. sem er verktaki við gerð nýrrar Þjóðbrautar sem tengir Akranesveg við bæinn. Þar er óskað eftir hækkun einingaverðs vegna verksins. Bæjarráð samþykkti að fela bæjarritara og sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að leita álits Sambands íslenskra sveitarfélaga á erindinu.

Gísli S. Einarsson bæjarstjóri segir erindi Þróttar tilkomið vegna mikilla kostnaðarhækkana sem orðið hafi á verktímanum, meðal annars eldsneytishækkana. „Ég tel eðlilegt að skoða þetta erindi enda fylgja greinargóð rök með,” sagði Gísli og bætti við að verkið gengi vel og honum þætti líklegt að því yrði jafnvel lokið í byrjun ágúst en talað hefði verið um verklok á haustdögum. “Það er nú svolítið teygjanlegt hvenær haustdagar eru,” sagði Gísli.

Vegagerðin er að mestu kostuð af ríkinu en hlutur Akraneskaupstaðar í verkinu, um 48 milljónir króna, er fyrst og fremst vegna tenginga við gatnakerfi bæjarins. Hellulögn við veginn er að mestu lokið en eftir að steypa kanta, malbika að hluta og ganga frá hringtorgi við Esjubraut og Innnesveg.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is