Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. júlí. 2008 10:00

Aðsóknarmetið að Garðavelli líklega slegið í sumar

Í byrjun árs gerði Golfklúbburinn Leynir á Akranesi samstarfssamning við Golfklúbb Reykjavíkur. Ekki voru allir vissir um ágæti samningsins á þeim tíma en Heimir Fannar Gunnlaugsson formaður GL segir samstarfið hafa verið afar jákvætt til þessa. Aðsókn hafi aukist til muna en það sé kannski ekki aðeins þessum samningi að þakka heldur einnig því að ásigkomulag vallarins er gott auk þess sem veðurfar hefur verið með besta móti það sem af er sumri. Heimir segir golfklúbbana tvo hafa lagst á eitt um að gera völlinn sem bestan og það hafi borið árangur. Að sögn Heimis hafa Leynismenn sjálfir hafa verið duglegir að mæta á völlinn, auk þess sem margir gestir hafi sótt völlinn heim í sumar, bæði meðlimir GR og aðrir golfarar.

 

Garðavöllur rómaður af golfurum

„Það er þannig í dag að Garðavöllur er rómaður af íslenskum golfurum vegna þess að ástand hans er svo mikið betra en á mörgum öðrum völlum á landinu. Umhverfi vallarins hefur auk þess tekið miklum stakkaskiptum en hluti samningsins við GR stóð um viðhald og framkvæmdir við völlinn og hefur orðið sýnilegur árangur af því starfi sem endurspeglast í áhuga golfara á vellinum,” segir Heimir. Hann segir að ástand vallarins sé að miklu leyti vallarstjóranum Róbert Halldórssyni að þakka sem hefur staðið sig feiknavel og gert góða hluti með völlinn.

Sem dæmi um velgengnina í sumar voru leiknir 2700 hringir í maí á metárinu 2006 en í ár voru hinsvegar leiknir 3600 hringir á sama tíma. Það má því gera ráð fyrir að aðsóknarmetið frá því árið 2006 verði slegið í ár.

 

Leynismenn njóta góðs af samningnum

Heimir segir þó að Leynismenn eigi ekki að finna fyrir þessari auknu aðsókn. „Það er ekki eins og völlurinn sé stappfullur frá degi til dags. Völlurinn ræður einfaldlega vel við þessa auknu fjölgun. Þó verður skiljanlega að panta sér rástíma á vellinum, en það er orðin venja á íslenskum golfvöllum í dag,” segir hann og lýsir það hinnu gífurlegu aukningu iðkenda golfíþróttarinnar á síðustu árum. Heimir segir samstarfið við GR ganga vel en samningur félaganna er til fimm ára. „Leynismenn fá ákveðinn aðgang að golfvöllunum í Grafarholti og Korpuvellinum, auk þess að fá lækkað vallargjald í Borgarnesi og í Þorlákshöfn. Þetta gefur því félagsmönnum Leynis einnig tækifæri til að spila á fleiri völlum,” segir Heimir.

Heimir nefnir að lokum að aukin aðsókn að Garðavelli sé ekki einungis góð fyrir golfklúbbana heldur hafi þetta jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið. Verslun og þjónusta á Akranesi njóti góðs af aukinni umferð um kaupstaðinn sem og bæjarlífið í heild sinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is