Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júlí. 2008 03:09

Byrjað að leggja rörin að vatnspökkun í Rifi í næsta mánuði

Rif á Snæfellsnesi.
Ljósm. Mats.
Framkvæmir eru að fara af stað vegna fyrirhugaðrar vatnspökkunarverksmiðju Icelandic Glacier Product í Rifi. Fyrsta sendingin af vatnsrörunum komu í Rif í vikunni, tæpir tveir kílómetrar og von er á seinni sendingunni á næstu dögum, en alls eru vatnslagnirnar tæpir fimm kílómetrar að lengd og 225 mm að þvermáli. Lagt er frá tveimur vatnslindum sem virkjaðar verða í Skarðslandi ofan við Rif þar sem núverandi vatnsból Snæfellsbæjar er fyrir Hellissand og Rif.

Það er verktakafyrirtækið Stafnafell úr Staðarsveit sem mun sjá um að leggja vatnslögnina. Að sögn Bjarna Vigfússonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins verður byrjað á verkinu í næsta mánuði en áætlað er að önnur lögnin verði tilbúin næsta vor og hin næsta haust. Alls er þetta verk upp á 80 milljónir króna, en byggja þarf m.a. stíflu- og inntaksmannvirki. Inni í þessari tölu er ekki lagnaefnið, enda leggur eigandi verksmiðjunnar það til.

Eins og greint var frá í Skessuhorni nýlega hefur félagið um verksmiðjuna fest kaup á tíu þúsund fermetra límtréshúsi sem áætlað er að Stálsmiðjan muni reisa í haust og vetur. Íraklettur á Grundarfirði mun byggja sökklana undir húsið og verður væntanlega byrjað á því verki á næstunni. Eins og komið hefur fram er áætlað að á fjórða tug manna starfi við vatnspökkunina sem vonast er til að taki til starfa um mitt næsta ár.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is