Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
30. júlí. 2008 10:13

Fengu viðurkenningar fyrir lóðir sínar

Halldór Hallgrímsson tekur við viðurkenningu fyrir Sjúkrahús Akraness.
Umhverfisverðlaun Akraneskaupstaðar voru veitt í gær, þriðjudaginn 29. júlí. Að þessu sinni var það Sjúkrahús Akraness sem hlaut viðurkenningu fyrir lóð sína í fyrirtækjaflokki og lóðirnar við Brekkubraut 16 og Esjubraut 39 fengu viðurkenningar í flokki einbýlishúsa. Haraldur Helgason formaður umhverfisnefndar Akraneskaupstaðar veitti viðurkenningarnar eftir stutta ræðu þar sem hann fjallaði meðal annars um að margt væri breytt frá því áður var. Þá hafi því verið haldið fram að ekki væri til neins að planta trjám á Akranesi, veðurfarið byði ekki upp á það. Hann sagði að það væri svo sannarlega búið að afsanna þá kenningu og starf umhverfisnefndar í dag snérist um að skapa með íbúum kaupstaðarins það umhverfi sem við viljum búa í.

Sigurður Þorsteinsson tekur við viðurkenningu fyrir Brekkubraut 16.
Halldór Hallgrímsson tók á móti viðurkenningu fyrir Sjúkrahúsið á Akranesi en Halldór er í forsvari fyrir viðhalds-og tæknideild sjúkrahússins. Sigurður Þorsteinsson tók við viðurkenningu fyrir hönd Björns Gunnarssonar og Elísabetar Ragnarsdóttur eigenda Brekkubrautar 16. Bjarnfríður Guðmundsdóttir veitti síðan viðurkenningu viðtöku fyrir garðinn við Esjubraut 39.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bjarnfríður Gunnarsdóttir tekur við viðurkenningu fyrir Esjubraut 39.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is