Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
31. júlí. 2008 07:25

Bláskeggsárbrú í Hvalfirði endurbyggð

Unnið að endurbótum brúarinnar.
Brú var byggð á Bláskeggsá í Hvalfirði árið 1907 og stendur hún enn og ber vitni um verkmenningu síns tíma. Bláskeggsárbrú er með steinsteyptum boga og er ein af fyrstu brúm þeirrar gerðar sem byggð var á Íslandi. Þór Magnússon þáverandi þjóðminjavörður lét setja brúna á skrá yfir friðlýstar forleifar árið 1978 en brúin er þar með eina mannvirki sinnar tegundar sem hefur verið friðlýst samkvæmt þjóðminjalögum. Í tilefni af 100 ára afmæli brúarinnar á síðasta ári hefur verið ákveðið að færa hana til upprunalegs horfs.

Brúin dregur nafn sitt af Þorvaldi Bláskegg sem var bóndi á Sandi á tímum Harðar Grímkelssonar, aðal sögupersónu Harðar sögu og Hólmverja sem gerist einmitt að megninu til á þessum slóðum. Þorvaldur Bláskeggur féll þar við árósana er bændur réðust á Hólmverja, sem sóttu sér vatn í ána.

 

Brúin var fyrst byggð 7 metra löng og 2,8 m breið, steyptur bogi á undirstöðum úr hlöðnu grjóti. Boginn var fylltur jarðvegi til að halda jafnri hæð vegarins yfir brúna og utan á hann voru steyptar hliðar til að halda fyllingunni á sínum stað. Í seinni heimsstyrjöldinni breikkuðu Bretar brúna til vesturs um 0,8 metra þar sem um er að ræða steypta viðbót við hlöðnu stöplana. Þá voru einnig settir stálboltar með timburgólfi til að dreifa álaginu af sívaxandi umferð. Brúin var í notkun allt til ársins 1951 þegar vegurinn var færður undir Þyrilsklif niður við sjó.

 

Í tilefni af 100 ára afmæli brúarinnar á síðasta ári, var ákveðið að hefjast handa við endurbætur á henni, og færa til upprunalegs horfs sem fyrr segir. Verkefnið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Fornleifaverndar ríkisins og Hvalfjarðarsveitar. Er nú þegar búið að fjarlægja viðbætur við brúna frá stríðsárunum og hleðslumenn vinna að því að endurnýja grjóthleðslur aftan við bríkurnar og ofan við vængina.

Brúin nýtur hylli margra þeirra sem aka um Hvalfjörð og njóta landslags, menningar og útivistar. Þá er leiðin yfir brúna og þar um kring vinsæl gönguleið og það verður stórskemmtileg viðbót við útivistarflóru Hvalfjarðar þegar endurbótum á Bláskeggsárbrú verður lokið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is