Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2008 08:30

Áfram reitingur þótt dregið hafi úr bílasölu

Þetta fólk fékk nýja bíla afhenta í Bílási í liðinni viku.
Mikil umræða hefur verið í þjóðfélaginu um efnahagsástandið sem flestir kenna við kreppu. Sala á dýrum hlutum og fasteignum hefur dregist saman og er efnahagsástandinu; háum vöxtum og lánsfjárskorti einkum kennt um. Skessuhorn heyrði hljóðið í tveimur bílasölum á Akranesi til að forvitnast um hvernig bílasala hefði verið að undanförnu.

“Vissulega eru samdráttareinkenni en allt tal um kreppu og vandræðagang er bara til að auka kreppuna enn meira,” sagði Magnús Óskarsson, bílasali hjá Bílási á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Hann segir sölu á nýjum bílum vissulega hafa dregist saman, en þó megi segja að salan hér á Vesturlandi sé ótrúlega góð miðað við annars staðar.

“Við finnum að fólk fer mun varlegar en áður og vill hafa fast land undir fótum þegar það gerir bílakaup. Umboðin og við reynum að vera með góð tilboð í gangi þessa dagana og notar fólk því tækifærið og endurnýjar 2-5 ára gamla bíla þegar gott verð býðst. Þá hefur sala á notuðum bílum verið nokkuð lífleg og allar líkur á að svo verði áfram,” sagði Magnús.

 

Reynir Sigurbjörnsson hjá bílasölunni Bílveri á Akranesi segir að það séu alltaf að reitast út einhverjir bílar hjá þeim. “Það er að sjálfsögðu ekki sala í líkingu við árið í fyrra sem var algjört metár í sölu,” sagði Reynir, sem líkt og Bílásbræður hefur stundað bílasölu í yfir tvo áratugi og hefur því töluverðan samanburð. “Það eru breyttir tímar sem lýsa sér einkum í því að fjármögnun er miklu erfiðari á bílum en verið hefur síðustu árin. Þeir sem hins vegar eiga peninga virðast alveg eins vera að kaupa bíla og áður,” sagði Reynir Sigurbjörnsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is