Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2008 07:20

Engin ákvörðun verið tekin um endursmíði Sigurfara

Ljósm. Friðþjófur.
Enn er ekki ljóst hvort eða hvenær kútter Sigurfari, sem er að grotna niður við Byggðasafnið á Akranesi, fer til endurgerðar til Skipavíkur í Stykkishólmi. Enn hefur ekki verið fjármagnaður nema um helmingur áætlaðs kostnaðar við endursmíði skipsins, en fyrir liggur að ríkið er tilbúið að styrkja verkefnið um 60 milljónir króna. Málefni kúttersins hafa enn ekki verið tekin til umfjöllunar Akranesstofu sem Byggðasafnið heyrir undir.

Þorgeir Jósefsson stjórnarformaður Akranesstofu segir ekki tímabært að fjalla um fyrirhugaða endurgerð Sigurfara þó vissulega sé vilji fyrir því að koma kútternum í upprunalegt form og sjóhæft ástand.

„Málið er í ákveðnum farvegi og engar ákvarðanir hafa verið teknar. Það væri óábyrgt af mér að vera að tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Þorgeir, en segist þó aðspurður ekki búast við því að Hvalfjarðarsveit kæmi að fjármögnun endursmíði Sigurfara, en Hvalfjarðarsveit tekur þátt í rekstri Byggðasafnsins að Görðum.

 

Fyrir um tveimur árum gerði Skipavík kostnaðaráætlun um endurgerð Sigurfara og var sú áætlun upp á um 150 milljónir króna. Vitað er af áhuga Skipavíkurmanna á að taka verkefnið að sér, en væntanlega mun fara fram umræða um málið innan bæjarkerfisins á Akranesi ef samningar takast við skipasmíðastöðina.

 

Kútter Sigurfari, sem smíðaður var í Englandi árið 1885, er helsti og heillegasti minnisvarðinn um skútuöldina hér á landi og því hefur verið lögð mikil áhersla á að bjarga honum frá glötun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is