Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. september. 2008 04:10

Frábær sigur Víkinga á Selfyssingum

Ólafsvíkur Víkingar tryggðu endanlega sæti sitt í 1. deildinni síðastliðið föstudagskvöld þegar þeir unnu glæsilegan sigur á Selfyssingum í miklum markaleik við erfiðar aðstæður fyrir vestan. Þessum sigri Víkinga var ekki síður fagnað í Garðabæ því úrslitin þýða að Stjörnuna vantar einungis tvö stig á Selfoss í baráttunni um það hvaða liði fylgi Eyjamönnum upp í efstu deild, nú þegar einungis þrjár umferðir eru eftir.

Fyrsta haustlægðin var í algleymingi yfir Vesturlandi og áhorfendur hafa áreiðanlega ekki gert ráð fyrir að aðstæður byðu upp á sjö marka leik. Selfyssingarnir byrjuðu undan vindi og fengu óskabyrjun þegar þeir náðu að skora strax á 3. mínútu. Þrátt fyrir að þetta væri eins og köld vatnsgusa framan í Víkinga börðust þeir hart á móti vindinum og á tveggja mínútna millibili á 12. og 14. mínútu tókst Josip Marosevic að skora tvívegis og koma Víkingum yfir. En gestirnir sóttu stíft og eitthvað varð undan að láta. Selfyssingarnir náðu að jafna á 38. mínútu og fengu síðan víti í kjölfarið, vítaspyrnu sem „tengdasonur Ólafsvíkur“ Sævar Þór Gíslason fiskaði með ítölskum leikbrigðum. Markakóngurinn Sævar nýtti vítið og kom þar með sínum mönnum í 3:2 forystu fyrir leikhlé.

 

Víkingar sóttu stíft í seinni hálfleik og voru staðráðnir í að jafna. Jöfnunarmarkið lét á sér standa og kom ekki fyrr en á 73. mínútu. Þá voru Selfyssingar svo ólánssamir að setja boltann í eigið mark upp úr aukaspyrnu Víkinga. Sigurmark Víkinga var síðan með miklum ólíkindum og  kom fjórum mínútum fyrir leikslok. Brynjar Víðisson er skotmaður mikill og kann að nýta sér sterkan vind. Hann tók aukaspyrnu af 50 metra færi og setti boltann beint á markið alveg uppvið slána. Víkingar fögnuðu og gáfu ekki á sér nein færi þar sem eftir lifði leiks.

 

Sigurinn var mjög sanngjarn og uppskar góð liðsheild Víkings laun erfiðis síns. Vart verður annað sagt en framtíðin sé björt hjá Víkingum sem eru að byggja upp góðan kjarna leikmanna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is