Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2008 08:15

Nýr búnaður slökkviliðs reyndist vel á æfingu

Ljósm. bae.
Slökkviliðið í Búðardal reyndi í fyrsta sinn fyrir alvöru ofurmátt one-seven slökkvikerfisins, sem það hefur yfir að ráða, á æfingu nýverið. Þá slökkti liðið eld í gömlu veiðihúsi í landi Breiðabólstaðar á Skógarströnd sem til stóð að rífa.

Jóhannes Haukur Hauksson slökkviliðsstjóri segir að á tíu sekúndum hafi þeim tekist að slökkva eld í alelda herbergi bústaðarins. „Kerfið kallast one-seven, þar sem með því má segja að hver vatnsdropi verði að sjö. Það notar vatn, háþrýstiloft og sápu og verða þúsund lítrarnir á tanki litla bílsins okkar í raun að átta þúsund lítrum."

"Með þessum búnaði getum við dælt 2.400 lítrum á mínútu. Þetta er einstaklega hentugt þar sem erfitt er að ná í vatn og verður þess valdandi að við getum verið á hraðskreiðari og léttari bíl mun fljótari á staðinn en ella,” segir Jóhannes Haukur og bætir við að á eftir þeim bíl komi svo annar með 7.500 lítra og síðan sá þriðji með 5.000 lítra. Bíllinn, sem slökkviliðið í Búðardal fékk til afnota í fyrra, er byggður á Ford grind og samskonar bíll er væntanlegur til Akraness fljótlega.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is