Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2008 11:20

Þurfa aðstoð minjavarðar til að ákvarða staðsetningu prestsbústaðar

Magnús A. Sigurðsson, minjavörður Vesturlands.
Í Stafholti er nú í undirbúningi bygging nýs prestsbústaðar. Húsinu er ætlaður staður neðan við núverandi prestsbústað, nær Norðurá. En það er erfiðara en að segja það, að byggja á gömlum kirkjustað. Í Stafholti hefur verið byggð frá að minnsta kosti 12. öld og eru því mannvistarleifar miklar og víða í bæjarstæðinu. Þegar þannig ber undir verður því að fá álit minjavarðar um væntanlega staðsetningu áður en farið er að taka grunn að húsi. Þetta er til lengri tíma litið ódýrari og vænni kostur en að byrja að grafa og þurfa svo að stöðva framkvæmdir og hugsanlega yfirgefa þær með öllu. Því kemur minjavörður á svæðið í tilfellum sem þessum og grefur tilraunaholur til að ganga úr skugga um að í lagi sé að róta á þeim stað sem stefnt er að.

Minjavörður Vesturlands og Vestfjarða er Magnús A. Sigurðsson, fornleifafræðingur og með honum í Stafholti var Kristinn Magnússon, fornleifafræðingur og deildarstjóri umhverfismats Fornleifaverndar. Aðspurður hvort hann væri oft sendur í svona ferðir svaraði Magnús: „Já, þegar um er að ræða svona gömul bæjarstæði er þetta reglan. Það er mjög hætt við að á svona stöðum finnist eitthvað.” Þeir félagar höfðu komið niður á lag af brenndri ösku í einni holunni og dekkra lag sem er talið mannvistarlag. Þeir kollegar voru að ljúka rannsóknum og höfðu gert sér grein fyrir hvar ætti að vera óhætt að hefja framkvæmdir. „Við erum sennilega komnir niður á gamlan öskuhaug þarna í nyrstu holunni en það er óhætt að grafa hérna fyrir sunnan,” segir Magnús. Rannsókn þeirra félaga er því lokið og má segja að boltinn sé kominn til arkitektsins núna.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is