02. september. 2008 09:27
Umhverfisstofnun mun standa fyrir almennum borgarafundi í bæjarþingsalnum á Akranesi mánudaginn 8. september næstkomandi kl. 17. Á fundinum verða kynnt drög að starfsleyfi fyrir sementsverksmiðjuna á Akranesi en líkt og lesendur Skessuhorns vita hafa heitar umræður orðið um starfsleyfið og þær breytingar sem orðið hafa á því.
Á fundinum verða helstu skilyrði í starfsleyfi vegna starfseminnar kynnt og að því loknu gefst fundargestum tækifæri til að varpa fram spurningum og koma með athugasemdir.