Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. september. 2008 04:15

Metnaðarfull hönnun innisundlaugar á Jaðarsbökkum

„Hönnun sundlaugarinnar er mjög metnaðarfull og uppfyllir hún kröfur almennings og íþróttafólks. Í því sambandi má nefna að sérstaklega er hugað að þörfum fjölfatlaðra. Við hönnun sundlaugarinnar var leitað ráðgjafar kennara, Sundfélags Akraness, starfsfólks íþróttamiðstöðvarinnar á Jaðarsbökkum, starfsfólks Fjöliðjunnar og mannvirkjanefndar Sundsambands Íslands. Hafa ábendingar frá öllum þessum aðilum verið yfirfarnar við hönnunina,“ sagði Hildur Karen Aðalsteinsdóttir formaður tómstunda- og forvarnarnefndar Akraness þegar hún kynnti undirbúning að byggingu nýrrar innisundlaugar á Jaðarsbökkum á fundi ráðsins í vikunni.

Hildur Karen segir að með umsögn frá fyrrgreindum aðilum verði tryggt að nýja sundlaugin verði lyftistöng fyrir sundiðkun almennings, skólafólks og íþróttafólks. Endanleg útboðsgögn fyrir sundlaugarbygginguna voru í gær, þriðjudag, send bæjarráði. Í útboðsgögnunum er gert ráð fyrir verklokum í lok næsta árs. Þau kynnu að dragast eitthvað þar sem bæjarráð ákvað nýlega að fresta auglýsingu útboðs þar til milliuppgjör bæjarsjóðs liggur fyrir. Á fundi sínum í vikunni lagði tómstunda- og forvarnarnefnd fram þá ósk að staðið verði við áðurnefnda pólitísku stefnumörkun um að bygging sundlaugarinnar verði boðin út sem allra fyrst.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is