03. september. 2008 10:05
Eftir óvenjulega milda tíð má nú sjá þess merki á gróðri að sumri er tekið að halla. Fyrsta haustlægðin gekk yfir fyrir helgina líkt og Vestlendingar sem aðrir landsmenn urðu varir við. Sá nokkuð á gróðri og lyng fór í kjölfarið að bregða litum. Þessi mynd er tekin í lautinni sunnan við gömlu skólahúsin á Hvanneyri.