Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2008 08:30

Einungis fjölgun íbúa á Akranesi

Hagstofan birti í gær upplýsingar um búferlaflutninga hér innanlands fyrstu sex mánuði ársins 2008. Líkt og undanfarin ár er flutningsjöfnuður á Íslandi hár. Aðfluttir umfram brottflutta voru 4.703 fyrstu sex mánuði ársins sem er um 1,5% af íbúafjölda landsins. Áfram er flutningsjöfnuður hár á höfuðborgarsvæðinu og á landsvæðum í nágrenni þess. Á höfuðborgarsvæðinu nam hann 3.504 en hann var einnig jákvæður fyrir Suðurnes (872), Suðurland (374), Vesturland (90), Norðurland eystra (41) og Norðurland vestra (19). Flestir fluttust aftur á móti frá Austurlandi (-153) og Vestfjörðum (-44).

Ef tölur um Vesturland eru skoðaðar nánar kemur í ljós að á Akranes fluttu 161 umfram brottflutta. Fækkun var hinsvegar mest í Borgarbyggð, eða 35 manns og munar þar mestu um 30 íbúa fækkun á Bifröst. Það á sér eðlilegar skýringar í ljósi þess að nemendur þaðan fara að vori en þar hefur væntanlega aftur fjölgað nú með haustinu. Í Hvalfjarðarsveit fækkaði íbúum um 27 á fyrri hluta ársins. Í Skorradalshreppi fækkaði um 6 íbúa, 5 í Stykkishólmi og einn í Eyja- og Miklaholtshreppi. Utan Akraness fjölgaði einungis um einn íbúa í hverju sveitarfélaganna Grundarfirði, Snæfellsbæ og Dalabyggð. Þá fækkaði íbúum í sveitum Vesturlands um 25 manns á fyrri hluta ársins. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is