Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. september. 2008 04:05

Sumarið það þriðja heitasta frá upphafi mælinga

Veðurfræðingurinn Páll Bergþórsson frá Fljótstungu í Hvítársíðu í Borgarfirði fylgist grannt með veðri og hitastigi á vefnum heima í tölvunni þótt hann sé fyrir löngu hættur störfum á Veðurstofunni. Páll segist sjá það glöggt á útreikningum sínum á veðrinu í Stykkishólmi að það sumar sem nú er að líða verði það þriðja heitasta frá því mælingar hófust 1845. Sumrin 1933 og 1939 voru aðeins heitari en það sem nú er að renna sitt skeið, eða sem nemur 0,1-0,2 gráðum.

Páll miðar í útreikningum sínum við fjögurra mánaða tímabil frá maíbyrjun til loka ágúst. Páll segir ljóst að meðalhitinn þetta tímabil núna verði nákvæmlega tíu gráður og að þessum útreikningum sínum geti aldrei skeikað svo neinu nemi tölum Veðurstofunnar. Páll segir að síðasti vetur hafi líka verið hlýr og meðalhitinn talsvert yfir venjulegum árum þó svo að þráfaldlega hafi verið talað um vetrarhörkur, sem alls ekki  hafi verið raunin. Þannig að ef svo heldur áfram verður þetta ár í heildina líklega með þeim heitari.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is