Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2008 02:00

Almennur borgarafundur um starfsleyfi Sementsverksmiðjunnar

Akurnesingum gefst kostur á að fá frekari upplýsingar um tillögu að starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna á fundi sem Umhverfisstofnun stendur fyrir næstkomandi mánudagskvöld, en starfsleyfið var auglýst var fyrir rúmum mánuði. Frestur til að skila inn athugasemdum og umsögnum um tillöguna er til 19. september. Íbúum gefast því um tíu dagar til að móta athugasemdir hafi þeir eitthvað við tillöguna að athuga eftir frekari kynningu frá sérfræðingum Umhverfisstofnunar.

Kristján Geirsson deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að yfirleitt sé boðað til kynningarfundar á tillögum að starfsleyfum, enda væru starfsleyfin sem stofnunin úthlutaði að öllu jöfnu fyrir stærri stofnanir eða flókna starfsemi.

Kristján sagði að fundirnir væru bæði haldnir í þeim tilgangi að vekja athygli á tillögunum að starfsleyfinu, kynna þær frekar fyrir íbúum og gefa þeim þannig betra tækifæri að koma athugasemdum sínum á framfæri.

 

Aðspurður sagði Kristján að Umhverfisstofnun hefði borist ein athugasemd vegna tillögunnar að starfsleyfinu vegna Sementsverksmiðjunnar. Hún hefði verið að berast og væri frá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Yfirleitt væri þó athugasemda ekki að vænta fyrr en undir lok frestsins sem veittur væri. Auk þess sem Umherfisstofnun sendir frá sér almenna auglýsingu um tillögu að starfsleyfum, er tillagan send til kynningar umsagnaraðilum, sem eru sveitarstjórnir og ýmsar eftirlits- og rannsóknarstofnanir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is