Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. september. 2008 01:08

Frábær þátttaka í áheitamaraþoni á Hvanneyri

Hluti hópsins sem stóð fyrir maraþoninu.
Síðastliðinn laugardag fór fram áheitamaraþon í körfubolta sem lærisveinar og vinir Sverris Heiðars Júlíussonar stóðu fyrir. Þetta er hópur drengja sem æft hefur knattspyrnu undir stjórn Sverris en þeir ákváðu um verslunarmannahelgina að skipuleggja og standa fyrir þessum viðburði. Eins og fram hefur komið glímir Sverrir við krabbamein og vildu drengirnir styrkja hann og fjölskylduna á erfiðum tímum. Spilaður var körfubolti látlaust í átján stundir frá klukkan 6.00 að morgni. Þriggja manna lið gátu skorað á piltana í kortersleiki og greitt lágmarksgjald fyrir. Hvorki meira né minna en 63 gestalið kepptu í áskorendahópunum og skoruðu þau alls 906 körfur. Sjálft maraþonliðið skoraði 1.276 körfur. Stigahæsta gestaliðið var lið úrvalsdeildar Skallagríms.

Gekk söfnunin afar vel að sögn aðstandenda, en þó liggur ekki endanlega fyrir hversu mikið safnaðist enda eru framlög enn að bætast við.

 

Þessar undirtektir og þátttaka í maraþoninu sýnir ef til vill betur en annað þann samtakamátt sem býr í samfélögum eins og á Hvanneyri þar sem allir sem einn leggjast á árar til að ná árangri. Liðsheild og baráttuandi sveif þannig yfir vötnunum á þessum fallega síðsumardegi. “Ég er orðlaus og auðvitað afskaplega þakklátur drengjunum og foreldrum þeirra fyrir þetta framtak. Megi þeir hafa þökk fyrir,” sagði Sverrir Heiðar í stuttu spjalli við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is