Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2008 08:30

Endurbætur á legudeildum og slysastofu SHA orðnar brýnar

„Það er afar mikilvægt svo vel megi fara í starfsemi heilbrigðisstofnunar að hið fasta form, húsakynni og búnaður sé til fyrirmyndar,“ sagði Guðjón Brjánsson framkvæmdastjóri Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi í skýrslu sinni á ársfundi sjúkrahússins sem haldinn var á þriðjudag. Guðjón sagði að brýnustu verklegu viðfangsefnin á næstunni væru endurbætur á legudeildum og umbætur á slysastofu auk yfirbyggingar fyrir sjúkraflutningamóttöku. „Hvergi á landinu er aðstaða til móttöku sjúklinga jafn bágborin og á SHA ef litið er til fjölda þeirra sjúklinga sem stöðugt koma til innlagnar með forgangi.“

Fram kom hjá Guðjóni að samkvæmt tillögum stjórnenda á SHA hafi verið sæst á að dreifa endurbótaframkvæmdum á þriggja ára tímabil. Ekki hefur enn tekist að fá málið sett á dagskrá yfirvalda svo gera megi áætlun um þessi verkefni, þrátt fyrir ítrekuð erindi þar um. „Ef ekkert verður aðhafst er hætta á að við blasi kyrrstaða eða afturför í starfseminni. Kröfur tímanna eru einfaldlega þær að vinnuaðstaða sé framúrskarandi og við val á starfsvettvangi lítur ný kynslóð fagfólks meðal annars til þessara atriða í ríkum mæli,“ sagði Guðjón.

 

Í skýrslunni kemur einnig fram að stöðugt er unnið að úrbótum í aðstöðu á stofnuninni. Myndgreiningadeild var formlega tekin í notkun í upphafi árs 2007 eftir gagngerar endurbætur og endurnýjun tækjabúnaðar. Straumhvörf hafa orðið með tilkomu tölvusneiðmyndatækis sem er gjöf heimamanna til SHA. Með breytingunum er deildin orðin stafræn og uppfyllir nútímalegar kröfur. Aðstaða til töku hjartalínurita, áreynsluprófa og heyrnarmælinga var stórlega bætt á árinu með endurnýjun búnaðar sem að hluta var gjöf viðskiptabanka SHA, Glitni. Rými var stækkað og betrumbætt og nú er unnið á þessu sviði að miklu leyti í rafrænu umhverfi.

 

„Aðstæður hér á SHA færa okkur þó heim sanninn um, að þótt allt sé ekki eins og best verður á kosið að öllu leyti, þá er hægt að vinna vel.  Það hafa starfsmenn hér sýnt og haft á ýmsan hátt mikið langlundargeð,“ sagði Guðjón Brjánsson ennfremur. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is