Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2008 07:25

Til vandræða horfði vegna ölvunar á knattspyrnuleik

Úr leik Víkinga og Selfyssinga.
Stuðningsmanna-klúbbur Selfossliðsins í fótboltanum, Skjálfti, efndi til hópferðar á leik liðsins í Ólafsvík síðastliðinn föstudag. Heimamenn í Ólafsvík fullyrða að hluti þessa 55 manna hóps sem kom með rútu frá Selfossi á leikinn hafi verið ölvaður og framkoma sumra í hópnum verið til skammar. Öryggisvörður á leiknum þurfti að fjarlægja bjóra frá áhorfendunum og einn þeirra ölvuðu sá ástæðu til að löðrunga áhorfanda úr stuðningsmannaliði Víkinga eftir snörp orðaskipti þeirra að leik loknum.

Vigfús Örn Gíslason sem sér um öryggismál á heimaleikjum Víkings sagði að ástæða hafi þótt að fjölga í liði öryggisvarða. „Þetta slapp fyrir horn, en aðstæður voru erfiðar vegna veðurs. Það kom ekki til meiriháttar vandræða, þó ekki væri meira en svo að við réðum við ástandið,“ segir Vigfús Örn.

 

Tilkynnt hafði verið á spjallborði heimasíðu sem tengist Skjálfta að seldur yrði bjór í rútunni vestur. Vigfús segir greinilegt að hluti hópsins hafi verið við skál þegar vestur kom. Til að mynda hafi menn gengið upp að næstu húsum og kastað af sér þvagi þegar að vellinum kom. Eftirlitsmaður KSÍ á leiknum hafði áhyggjur þegar hann varð þess var að áhorfendur voru með glerflöskur á áhorfendasvæðinu sem er yfir innganginum að búningsklefum vallarins. Þá missti trommusveit Skjálfta trommu niður og einnig kjuða þegar hún var óánægð með stöðuna í leiknum, sem Selfoss tapaði. Einnig varð Vigfús vitni að því þegar áberandi ölvaður stuðningsmaður Selfossliðsins löðrungaði stuðningsmann Víkinga, án þess þó að til átaka kæmi. „Það er bannað að neyta áfengis á öllum fótboltavöllum landsins. Það er oft erfitt að koma í veg fyrir það, en í þetta skiptið var það með alversta móti,“ segir Vigfús Örn.

 

Þegar Skessuhorn leitaði svara hjá Skjálfta varð Tómas Þóroddsson fyrir svörum. Tómas segir það rétt að bjór hafi verið seldur í rútunni vestur og að salan hafi hafist í Borgarnesi. Enda tíðkist að félagarnir fái sér bjór fyrir leik. „Ef bjór hefur verið drukkinn á leiknum sjálfum sýnir það að aðstæður í Ólafsvík eru ófullnægjandi varðandi öryggisgæslu,“ segir Tómas. Aðspurður hvort það væri í anda stuðningsmannaklúbba íþróttafélaga að standa fyrir bjórsölu fyrir leiki sagði Tómas að sér fyndist það í góðu lagi. Þegar hann var spurður hvort það væri líka í lagi að löðrunga fólk ef til orðaskipta kæmi, sagði Tómas að það væri “auðvitað aldrei í lagi."

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is