Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2008 01:15

Vaxtarsprotar kynntir í Dölum og Reykhólahreppi

Nú á haustmánuðum stendur fólki í sveitum Dalabyggðar og Reykhólahrepps til boða þátttaka í stuðningsverkefni sem lýtur að eflingu atvinnusköpunar í sveitum. Verkefnið, sem nefnt er Vaxtarsprotar, er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Framkvæmd verkefnisins verður í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturlands og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Vaxtarsprotaverkefninu var hrint af stað á árinu 2007 og hefur það komið til framkvæmdar á Suðurlandi og Norðurlandi. Mikill áhugi hefur verið fyrir verkefninu og hafa 90 manns lokið námskeiðum á vegum þess. Nú hefur verið ákveðið að setja verkefnið af stað í Dalabyggð og Reykhólasveit í haust.

Í verkefninu felst að boðið verður upp á námskeið um mótun viðskiptahugmynda og stofnun og rekstur fyrirtækja. Einnig verður boðið upp á einstaklingsbundna leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar verða kynntir. Í tengslum við verkefnið vinna allir þátttakendur að eigin verkefni sem lýtur að atvinnusköpun í heimahéraði. Stefnt er að því að stofnaðir verði tveir námskeiðshópar, einn á Reykhólum og annar í Búðardal. Námskeiðahald hefst í lok september og lýkur um 10. desember. Verkefnið verður opið öllum íbúum í sveit á viðkomandi svæði. Fulltrúum starfandi fyrirtækja verður einnig velkomið að taka þátt í verkefninu með það að markmiði að vinna að frekari framþróun eða mótun nýjunga í sínum rekstri. Þátttaka í Vaxtarsprotum verður án endurgjalds.

 

Haldnir verða tveir kynningarfundir um Vaxtarsprotaverkefnið næstkomandi miðvikudag, 10. september. Sá fyrri verður kl. 15:00 í Reykhólaskóla, en sá síðari í Dalabúð kl. 20:30. Þar munu áhugaverðir fyrirlesarar fjalla um tækifæri til atvinnusköpunar og segja frá reynslu sinni, auk þess sem verkefnið verður kynnt ítarlega. Áhugasamir geta leitað frekari upplýsinga hjá Elínu Aradóttur verkefnisstjóra hjá Impru í síma 4607973 eða með tölvupósti á elina@nmi.is. Upplýsingar er einnig að finna á vefsíðu Impru http://www.impra.is

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is