Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. september. 2008 10:15

Árvekni starfsfólks Íslandspóst upplýsti um svikara

Árvekni starfsfólks Íslandspósts í Borgarnesi varð til þess að lögregla náði að hafa hendur í hári þriggja Rúmena sem á þriðjudag og miðvikudag fóru um landið í þeim tilgangi að svíkja peninga úr verslunum og bönkum. Við svik sín beittu þeir einhvers konar sjónhverfingum þar sem þeir biðja um að fá 5.000 króna seðlum skipt í smærri. Mennirnir komu til landsins á mánudagskvöld. Fljótlega á þriðjudag vöknuðu grunsemdir um athæfi mannanna og var lýst eftir þeim meðal annars með því að lögregla lét afgreiðslufólk verslana og þjónustustaða fá ábendingar um þá. Mennirnir höfðu meðal annars beitt blekkingum í verslunarmiðstöð í Reykjavík til að ná peningum frá starfsfólki. Þá lá leið þeirra á Suðurnes en þaðan norður um á Akranes og í Borgarnes á miðvikudag. Starfsfólk Íslandspósts í Borgarnesi hafði verið í hópi þeirra sem fengu ábendingar lögreglunnar og bar kennsl á mennina og gerði lögreglunni í Borgarnesi viðvart. Þeir náðust síðan í Baulunni í Stafholtstungum og voru handteknir.

Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna farbann vegna kæru um peningasvindl í verslunum og bönkum.

 

“Við fengum tölvupóst frá yfirmanni okkar í Reykjavík. Ég fór og sýndi stelpunum hér í afgreiðslunni skilaboðin. Síðan held ég að hafi liðið einungis 15-20 mínútur og þá voru mennirnir mættir hér inn á gólf,” segir Guðrún María Harðardóttir, stöðvarstjóri Íslandspósts í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn. Segir hún að mennirnir hafi beðið þær um að fá að skipta 5000 krónum í smærra. “Stelpurnar í afgreiðslunni höfnuðu því og vísuðu þeim á banka, en við létum lögreglu strax vita sem og bankana og í Hyrnutorg. Lögreglan kom fljótlega með myndir af mönnunum þar sem við gátum staðfest að þetta voru hinir eftirlýstu menn,” segir Guðrún María.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is